Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Svalur og Valur Vikapiltur á vígaslóð

2,990 ISK

Höfundur Yohann og Vehlmann

Allir gleðjast þegar fjölmiðlar flytja fréttir af stríðslokum í fjarlægu landi, en veruleikinn er flóknari. Þótt stríðið í Aswana eigi að heita búið og Vesturlönd hrósi sigri, halda andstæðar fylkingar áfram að berjast með tilheyrandi eyðileggingu á menningarminjum. En þar sem von er um skjótfenginn gróða skríða sníkjudýrin fram. Don Lucky Vitó Cortizone ætlar sér sneið af kökunni en hann vantar ofurhuga til verksins. Svalur og Valur eru tilvaldir í það hlutverk. En það er háskaleg ferð sem bíður þeirra til að finna hið fornfræga bókasafn Alexandríu sem hefur að geyma ævaforn handrit, einkum þegar sprengjur, skotvopn og stríðsvélar tæta allt í sundur umhverfis þá. Ætlunarverkið tekst, en á kostnað annarra sem er hetjunum okkar ekki að skapi.