Svefn
4,490 ISK
Höfundur Dr.Erla Björnsdóttir
Hvað er svefn?
Hve mikið þarf að sofa?
Hvernig er best að bregðast við svefnvandamálum?
Svefn er ein af grunnstoðum heilsu, ásamt næringu og hreyfingu. Svefnvandamál eru algeng í hröðu nútímasamfélagi en óreglulegar svefnvenjur og skortur á svefni geta haft margvísleg áhrif á líkamlega og geðræna heilsu. Í þessari bók er fjallað um svefn út frá ýmsum sjónarhornum, útskýrt er hvað gerist meðan á svefni stendur og fjallað um algeng svefnvandamál meðal barna, unglinga og fullorðinna.
Dr. Erla Björnsdóttir lauk B.A.-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2007, kandídatsprófi frá Háskólanum í Árósum 2009 og doktorsprófi í líf- og læknavísindum frá Háskóla Íslands 2015. Erla hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S) og vinnur að rannsóknum á því sviði ásamt samstarfsmönnum í Evrópu og Bandaríkjunum.