Tarot-bókin: handbók og spil
7,990 ISK
Höfundur Claire Goodchild
Tarot-lestur hefur fylgt mannkyninu í aldaraðir. Tarot getur sýnt tilveruna í nýju ljósi og túlkun spilanna leiðbeinir þeim sem í visku þeirra sækja í átt að svörum við ýmsum spurningum sem upp koma í lífsins ólgusjó. Lífið snýst um allar mögulegar og ómögulegar aðstæður og oft er rétta leiðin hulin. Spilin afhjúpa ýmis boð og ráðleggingar og nota má þau við sjálfsskoðun og leit að persónulegri velferð. Í þessari öskju er að finna ítarlega handbók og einkar falleg tarot-spil.
Bókin hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum og kennir lesandanum ýmsar lagnir spilanna og hvernig lesa á úr þeim. Þar að auki eru myndmál og merking spilanna útskýrð á aðgengilegan hátt. Tarot-bókin er ómissandi og aðgengilegt verkfæri fyrir áhugafólk um dulspeki.
Útgefandi: SALKA