­
Turf Churches – Salka - bókaútgáfa og bókabúð
Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Turf Churches

3,490 ISK 1,990 ISK

Höfundur Björn G. Björnsson

Þessi vara er ekki fáanleg eins og er

Upprunalegar torfkirkjur sem enn standa á Íslandi eru aðeins fimm og sú sjötta er sett saman úr viðum eldri kirkju. Þær eru með því merkasta í íslenskri byggingarlist: Víðimýrarkirkja í Skagafirði, Grafarkirkja á Höfðaströnd, Saurbæjarkirkja í Eyjafirði, Hofskirkja í Öræfum og Bænhúsið á Núpsstað auk Árbæjar- kirkju í Reykjavík. Allir þessir staðir - og allar þessar byggingar - eru hluti af íslenskum menningararfi og meðal þess besta og merkasta sem við eigum á þessu sviði. Höfundur bókanna er Björn G. Björnsson leikmyndahönnuður. Þýðandi er Anna Yates. Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, ritar formála. Þetta eru handhægar bækur með ríkulegu myndefni og stuttum texta og í hverri bók er kort sem sýnir staðsetningu þess sem fjallað er um ásamt gagnlegum upplýsingum. Hér er bætt úr brýnni þörf því lítið hefur verið um bækur af þessu tagi á markaðnum, áherslan hefur verið á landið og náttúruna. Bækurnar eru fáanlegar bæði á íslensku og ensku. Smelltu á kápurnar til að lesa um hinar bækurnar.