Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Vendipunktar

5,990 ISK

Höfundur Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson

Hvar í lífinu leynast vendipunktarnir sem geta sett okkur út af sporinu og markað nýtt upphaf eða óvænt endalok? Í sjö áhrifaríkum smásögum opnar höfundur lesendum dyr að tímabundnum viðkomustöðum margra ólíkra persóna. Reykjavík nútímans, gamalt hótel í New York, afskekkt sjávarpláss á Íslandi, eldhús fáránleikans á grískri eyju og bókastofa eftirlaunamanns eru þar á meðal. Óreiðukenndir draumar, ástarsambönd og vináttutengsl ráða för og skapa um leið ýmiskonar vandamál.