Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Vordagar í Prag
5,990 ISK
Höfundur Þorsteinn Jónsson
Erlendur námsmaður upplifir hið fræga Vor í Prag og horfir á hlutina með gests augum. Hann er í hringiðu ólgandi uppreisnar með skrautlegum samnemendum sínum af ýmsum þjóðernum, kynnist ástinni og sósíalismanum, sem hvort um sig vekur með honum flóknar og mótsagnakenndar tilfinningar. Innfæddir skora á hann að fylgjast með og bera vitni um atburðina.
Frásögnin er í senn fróðleg og skáldleg, það er listamaður sem hér rifjar upp liðna tíma.
Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri (f. 1946) lærði í hinum þekkta kvikmyndaskóla FAMU í Prag og lauk þaðan námi 1972. Hann hefur gert fjölda heimildamynda og leiknu kvikmyndirnar Punktur punktur komma strik (1981), Atómstöðin (1984) og Skýjahöllin (1994).