Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Yfirlýsingar
3,490 ISK
Höfundur Evrópska framúrstefnan
Yfirlýsingar eru safn íslenskra þýðinga á helstu stefnuyfirlýsingum, eða „manifestóum“, evrópsku framúrstefnuhreyfinganna frá fyrstu áratugum 20. aldar. Þetta umfangsmikla rit gefur yfirlit yfir hugmyndafræði og orðræðu ítalskra og rússneskra fútúrista, þýskra expressíónista og hinna frönsku súrrealista og dadaista. Hverri hreyfingu er helgaður sérstakur inngangur auk þess sem rýnt er í sögulegt og menningarsögulegt samhengi framúrstefnuhreyfinganna í viðamiklum inngangi að bókinni. Þá fylgja henni sérstaklega ítarlegar skýringar
Þýðing og skýringar: Áki G. Karlsson, Árni Bergmann og Benedikt Hjartarson sem einnig ritar inngang.