Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bókamessa í Hörpu

Helgina 19. - 20. nóvember er hin árlega bókamessa útgefanda haldin í Hörpu. Salka verður á staðnum og kynnir nýja titla. Allar bækur er hægt að kaupa á staðnum og við verðum með heljarinnar dagskrá. Allir velkomnir, hlökkum til að sjá ykkur!

Laugardagur 19. nóvember

13.00 Ormhildarsaga
Þórey Mjallhvít og sköpunarferli myndasögu

14.00 Ratleikur og þrautir með Snuðru og Tuðru
Ratleikur um ranghala Hörpu fyrir alla krakka

14.00 Kökugleði Evu
Eva Laufey kynnir glæsilegu kökubók sína og býður að sjálfsögðu upp á ljúffengar kræsingar

15.00 Blindandi kökuskreytingar
Eva Laufey stýrir æsispennandi kökuskreytingarkeppni þar sem þátttakendur þurfa að hafa bundið fyrir augun

15.00 Ritsmiðja fyrir börn
Eva Rún og Logi Jes stýra ritsmiðju þar sem krakkar geta samið og myndskreytt sína eigin jólasögu


Sunnudagur 20. nóvember

13.00 Rúnar góði og dagur mannréttinda barna
Hanna Borg og Heiðdís kynna Rúnar góða, ræða við börn um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og standa fyrir skemmtilegum leik!

14.00 Allt um villibráð
Úlfar Finnbjörnsson kynnir Stóru bókina um villibráð, spjallar við gesti og býður upp á villta bita.

14.00 Gott hugarfar
Málstofa um sjálfsrækt. Þriðja miðið eftir Ariönnu Huffington til umfjöllunar ásamt öðrum góðum bókum.

15.00 Grænt og vænt
Hanna Hlíf og Katrín Rut, höfundar Eldhúss grænkerans, gefa gestum og gangandi gómsæta bita að smakka. Í tilefni af útgáfu Bakað úr súrdeigi verður ilmandi súrdeigsbrauð frá Brauð&co á boðstólum.

16.00 Ratleikur og þrautir með Snuðru og Tuðru
Ratleikur um ranghala Hörpu fyrir alla krakka

 

Allir velkomnir og að sjálfsögðu frítt inn. Hlökkum til að sjá ykkur!

17. nóvember 2016 eftir Anna Lea Friðriksdóttir