Fréttir
Lokað í bókabúð Sölku 27.-30. janúar
Kæru viðskiptavinir Bókabúð Sölku verður lokuð dagana 27. - 30. janúar.
Það er alltaf opið hér á á vefnum en við sendum pantanir ekki af stað fyrr en eftir lokun.
FORSALA - Onyx Storm
Þriðja bókin í Empyrean-seríunni, Onyx Storm, kemur út 21. janúar og við vitum að mörg hafa beðið spennt eftir þessum degi! Nú er hægt að gulltryggja sér eintak með því að forpanta bókina hjá okkur HÉR!
Hægt er að sækja bækurnar hjá okkur 21. janúar, ef valið er að fá bókina senda póstleggjum við hana 21. janúar!
Opnunartími í kringum áramót
Tarot-námskeiðin vinsælu hefjast aftur í janúar
TAROT-KVÖLD SÖLKU HEFJA AFTUR GÖNGU SÍNA!
Við vorum að bæta við einu námskeiði þann 20. janúar 2025! Þökkum frábærar móttökur*
Verið velkomin á tarot-kvöld Sölku þar sem nornin Íris Ann Sigurðardóttir kennir grunnatriði tarot-lesturs, hvernig leggja skal spilin og lesa úr þeim.
Innifalið í verðinu er handbók um tarot, falleg tarot-spil, léttvínsglas (eða óáfengur drykkur) og að sjálfsögðu kennslan. Pláss er fyrir 18 manns á námskeiðinu. Fyrsta dagsetningin sem er í boði er 20. janúar.
* þeir sem þegar eiga Tarot-bókina og spilin geta valið um að fá bókina Lesið í tarot eða Leiðarvísir nornarinnar að sjálfsrækt í staðinn *
Námskeiðin fara fram í bókabúð Sölku á Hverfisgötu 89-93, 101 Reykjavík. Þau hefjast kl. 20 og áætlað er að námskeiðin standi til kl. 22.
Verið hjartanlega velkomin!