Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Fjallvegahlaup - 70 manns hlupu um Svínaskarð
Síðastliðinn laugardag hljóp glæsilegur 70 manna hópur 15 kílómetra sem leið lá frá Hrafnhólum við Leirvogsá að Vindáshlíð í Kjós, um svonefnt Svínaskarð. Hlaupið var sérstakt Fjallvegabókarhlaup í tilefni af útgáfu Fjallvegahlaups eftir Stefán Gíslason.
Bongóblíða var í Kjósinni og þreyttir en sælir hlauparar brostu út að eyrum við leiðarenda í Vindáshlíð þar sem boðið var upp á kjötsúpu að hætti Úlfars Finnbjörnssonar.