Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Flautað til leiks
Verið velkomin að fagna útgáfu Tvíflautunnar eftir Jón Sigurð Eyjólfsson með okkur laugardaginn 21. október í Mengi við Óðinsgötu. Gleðin hefst kl. 17 og það verða léttar veitingar á boðstólum og lifandi tónlist. Allir velkomnir!
Um Tvíflautuna:
Ungur Vestfirðingur ákveður að freista gæfunnar á suðrænum slóðum og heldur til Grikklands. Hann ræður sig í vinnu á veitingastað sem reynist öllu heldur vera menningarsetur þar sem fjölskrúðugar og litríkar persónur fylla hvern krók og kima. Grískar dívur, ástríðufullir tónlistarmenn, drykkfelldir samstarfsmenn og ráðríkir Grikkir koma æðandi inn í líf hins óharðnaða Íslendings og útkoman getur ekki orðið önnur en hlægilegur hellenskur harmleikur.
Tvíflautan byggir á fimm ára dvöl höfundar í Aþenu og er skáldleg frásögn af lífinu á framandi slóðum. Tvíflautan er saga af ást, heimspeki, tónlist og tímabæru andláti hégómans.
Um Tvíflautuna:
Ungur Vestfirðingur ákveður að freista gæfunnar á suðrænum slóðum og heldur til Grikklands. Hann ræður sig í vinnu á veitingastað sem reynist öllu heldur vera menningarsetur þar sem fjölskrúðugar og litríkar persónur fylla hvern krók og kima. Grískar dívur, ástríðufullir tónlistarmenn, drykkfelldir samstarfsmenn og ráðríkir Grikkir koma æðandi inn í líf hins óharðnaða Íslendings og útkoman getur ekki orðið önnur en hlægilegur hellenskur harmleikur.
Tvíflautan byggir á fimm ára dvöl höfundar í Aþenu og er skáldleg frásögn af lífinu á framandi slóðum. Tvíflautan er saga af ást, heimspeki, tónlist og tímabæru andláti hégómans.