Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Framkoma eftir Eddu Hermanns er komin út!

Bókin Framkoma eftir Eddu Hermannsdóttur er komin út hjá Sölku. Í Framkomu er farið yfir grundvallaratriði þess að koma sér á framfæri á fjölbreyttum vettvangi. Langflestir þurfa á einhverjum tímapunkti að koma fram og tala fyrir framan hóp fólks, hvort sem það er á vinnustað, félagsstörfum eða í fjölmiðlum. Framkoma getur haft mikil áhrif á það hvernig aðrir meðtaka það sem við segjum. Í bókinni eru ráð og æfingar til að bæta framkomu en einnig skemmtilegar reynslusögur um það sem betur hefði mátt fara.

Meðal atriða sem farið er yfir í bókinni eru greinaskrif, fréttaskrif, ræður og kynningar, framkoma í sjónvarpi, útvarpi og hlaðvarpi, viðtöl, samfélagsmiðlar, tengslanet, atvinnuviðtöl, fundir og fundarstjórn.

Í bókinni eru birt góð ráð frá reynslumiklu fólki í fjölmiðlum og atvinnulífinu. Þessir viðmælendur eru:

  • Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands
  • Ásdís Kristjánsdóttir, hagfræðingur og forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins
  • Auður Jónsdóttir, rithöfundur
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins
  • Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, aðstoðardagskrárstjóri RÚV
  • Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi
  • Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, dagskrárgerðarkona hjá Stöð 2 og eigandi evalaufeykjaran.is
  • Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair
  • Sigmar Guðmundsson, fjölmiðlamaður
  • Bergur Ebbi, rithöfundur og uppistandari
  • Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðlakona og framleiðandi
  • Elísabet Gunnarsdóttir, viðskiptafræðingur og eigandi Trendnet
  • Andrés Jónsson, almannatengill og eigandi Góðra samskipta
  • Steindi, leikari og grínisti
  • Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og fv. ritstjóri
  • Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2
  • Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka
  • Ásta Sigríður Fjeldsted, verkfræðingur og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
  • Atli Fannar Bjarkarson, fjölmiðlamaður
  • Orri Páll Ormarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu
  • Hilmar Hjaltason, ráðgjafi hjá Capacent

 

Edda Hermannsdóttir starfar í dag sem markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka en hún hefur starfað bæði hjá RÚV sem spyrill í Gettu betur og var aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins. Á undanförnum árum hefur hún haldið námskeið um framkomu ásamt systur sinni, Evu Laufeyju Kjaran Hermannsdóttur, fjölmiðlakonu, og þjálfað stjórnendur í framkomu.

21. apríl 2020 eftir Anna Lea Friðriksdóttir