Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Lokað í höfuðstöðvum Sölku næstu daga

Kæru viðskiptavinir!

Við höfum ákveðið að hafa lokað í höfuðstöðvum okkar að Suðurlandsbraut 4 næstu daga til að takmarka umgang. Það er hins vegar alltaf opið hér í vefversluninni og við komum til með að bjóða upp á góða afslætti af frábærum bókum á meðan lokuninni stendur. Fylgist með á Facebook og Instagram! Við sendum um allt land, meira að segja frítt ef verslað er fyrir meira en 6.000 kr.

Við hvetjum ykkur eindregið til að láta senda í póstbox ef þið eigið kost á því. Förum varlega og verum heima að lesa!

Kveðja,

Anna Lea & Dögg

7. október 2020 eftir Anna Lea Friðriksdóttir