Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Snuðra og Tuðra snúa aftur í nýrri bók

Út er komin ný bók um systurnar Snuðru og Tuðru sem eru fyrir löngu orðnar fastagestir á heimilum landsins. Í henni fara Snuðra og Tuðra í sveitina með mömmu sinni að heimsækja Álfhildi frænku. Þar hitta þær meðal annars kýrnar sem fara aldrei í bað og kynnin verða heldur nánari en þær áttu von á. Eins og áður læra systurnar uppátækjasömu eitthvað nýtt í þessu ævintýri en borgarbörnin þurfa að varast ýmislegt í sveitinni.

Bækurnar um Snuðru og Tuðru eftir einn ástsælasta barnabókahöfund landsins, Iðunni Steinsdóttur, hafa komið út í hartnær 30 ár og hafa því fylgt fleiri en einni kynslóð úr grasi. Myndirnar í Snuðru og Tuðru í sveitaferð eru eftir listakonuna góðkunnu, Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur, sem hefur látið systurnar óþekku lifna við á síðum bókaflokksins í 12 ár en í dag eru níu bækur fáanleg og áætlað er að sú tíunda komi út í haust. 

Hægt er að kaupa Snuðru og Tuðru í sveitaferð HÉR

4. júlí 2018 eftir Anna Lea Friðriksdóttir