
Teiknaði eina mynd á dag í heilt ár
Árið 2015 ákvað hönnuðurinn Elsa Nielsen að teikna eina mynd á dag í heilt ár. Afraksturinn sló í gegn og hefur ratað á vinsæl dagatöl, plaköt og gjafakort. Nýjasta afurðin í línunni er sængurverasett þar sem finna má allar 365 myndirnar.
Myndir Elsu eru fjölbreyttar, litríkar og lífga upp á heimilið. Á myndunum má sjá allt frá Svarthöfða til pulsu með öllu.
Sængurverin eru framleidd í takmörkuðu magni og fást í vefverslun Sölku og hjá Hlín Reykdal. Sængurverin eru úr 100% bómull og eru fallegar gjafir hvort sem er til fermingarbarna, útskriftarnema eða brúðhjóna.
Elsa Nielsen er grafískur hönnuður og hefur haldið fjölda sýninga á verkum sínum. Hún teiknar myndirnar í barnabækurnar um Kormák en seinna í mánuðinum er von á þriðju bókinni um þennan káta strák. Bækurnar um Kormák má finna hér. Áður hefur Elsa myndskreytt meðal annars Brosbókina, Knúsbókina og fleiri bækur um Sólu.