­
Þjóðin og valdið – Salka - bókaútgáfa og bókabúð
Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Þjóðin og valdið

9,990 ISK

Höfundur Salka - bókaútgáfa og bókabúð

DAGBÆKUR FORSETA

 

Í forsetatíð sinni hélt Ólafur Ragnar Grímsson ítarlegar dagbækur, skráði frásagnir af atburðum og samræðum við ráðherra og forystufólk. Skrifin voru eins konar samtal hans við sjálfan sig, leit að ráðgjöf í eigin huga. Penninn tæki í glímunni við erfið vandamál og göngustafur á leið til ákvarðana. Þessar dagbækur eru því einstæð heimild.

Átökin um fjölmiðlalögin og Icesave mörkuðu þáttaskil, hin síðari þau mestu í nútímasögu Íslendinga; snerust um efnahagslegt sjálfstæði – jafnvel fullveldi þjóðarinnar. Forsetinn stóð í örlagasporum og engar ákvarðanir þjóðhöfðingjans hafa verið jafn erfiðar.

Hver átti að ráða: Alþingi, ríkisstjórn eða þjóðin? Fjölmiðlar um allan heim fylgdust náið með úrslitunum. Atburðarásin varðaði braut að nýju lýðræði og breytti vitund um stjórnskipun landsins. Frásagnir forsetans veita hér óvænta sýn og lærdóma til framtíðar.