Vesturlönd í gíslingu
3,990 ISK
Höfundur Milan Kundera
Þessi ltila en innihaldsríka bók geymir tvær ritgerðir eftir Milan Kundera sem mikla athygli hafa vakið. Annars vegar er það ritgerð frá 1984, „Vesturlönd gíslingu eða harmleikur Mið-Evrópu“, sem
fjallar um eðlismuninn á rússneskri og miðevrópskri menningu og sögu, efni sem á brýnt erindi til samtímans enda mjög mikið fjallað um og vitnað í þessa ritgerð í fjölmiðlum víða um heim undanfarin ár, einkum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hins vegar er það söguleg ræða Kundera frá árinu 1967, „Smáþjóðir og bókmenntir“, sem afar auðvelt er að heimfæra upp á íslenska menningu og þjóðarvitund.
Gildi þessara texta felst ekki aðeins í því hversu sannfærandi Kundera er heldur í persónulegri og skarpri sýn höfundarins á efnið sem staðfestir enn og aftur að hann er einn merkasti rithöfundur Evrópu. Friðrik Rafnsson íslenskaði.
„Kundera setur í kærkomið samhengi baráttuna milli Rússlands og Evrópu og hlutskipti þeirra sem hún bitnar á. Vörn hans fyrir lítil tungumál, litla menningarheima og litlar þjóðir er afar brýn.“ – Harper’s Magazine
„Kundera beinir sjónum að sambandi lítilla þjóða í Mið-Evrópu, svo sem Tékkóslóvakíu og Úkraínu, við vestræna menningu og færir rök fyrir því að sjálfsmynd og menningarleg sérkenni þeirra eigi stöðugt undir högg að sækja.“ – New York Book Review