Um skáldskaparmenntina
4,690 ISK
Höfundur Árni Sigurjónsson
Um skáldskaparmenntina er safn ritgerða eftir Árna Sigurjónsson um bókmenntafræði og mælskufræði. Þær varpa m.a. ljósi á verk Halldórs Laxness, Níelsar skálda, og að ferðafrásögnum Íslendinga um Sovétríkin á árunum milli heimsstyrjalda. Þá eru grunnhugtök mælskufræði kynnt en sú grein skipaði veglegan sess í skólum Vesturlanda í margar aldir.
Í bókinni er fjallað um ræður af ýmsu tagi og sýn hvernig mælskufræði getur nýst þegar rýnt er í boðskipti á okkar dögum. Einnig er fjallað um táknfræði og tekin dæmi um hvernig hún getur gagnast við rannsóknir á miðaldabókmenntum. Dr. Árni Sigurjónsson er bókmenntafræðingur og hefur áður sent frá sér bækur um sögu bókmenntakenninga og um verk Halldórs Laxness auk skáldverka og fjölda greina.