Fyrst ég gat hætt getur þú það líka
1,990 ISK
Höfundur Valgeir Skagfjörð
Valgeir Skagfjörð, leikari og fyrrum stórreykingamaður, deilir hér með lesendum reynslu sinni af því að hætta reykingum fyrir fullt og allt. Ýmsir kvillar voru farnir að hrjá hann sem hann tengdi við flensu, ofþreytu, rangt mataræði, stress og fleira í þeim dúr. En þegar maður á besta aldri hefur þjáðst af flensu og ofþreytueinkennum í nokkur ár er kannski kominn tími til að hugsa sinn gang.
Aðferðir Valgeirs hrista upp í okkur og breyta hugarfarinu þannig að við tökum sjálf þá ákvörðun að hætta – og stöndum við hana. Þetta er persónuleg og áhrifarík bók fyrir alla þá sem vilja hætta að reykja og eru orðnir langþreyttir á skyndilausnum. Allir geta hætt að reykja og það þarf ekki að vera erfitt! Þannig eru meginskilaboðin í þessari gagnmerku bók. Vegurinn að markinu er upplýstur og bjartur. Valgeir Skagfjörð er brautryðjandi í jákvæðri nálgun á því að hætta að reykja.
Ég hef áratuga reynslu af vinnu með þeim sem vilja drepa í og mín skoðun er sú að aðferðafræðin sem Valgeir beitir sé mikilvæg viðbót við það sem annars er í boði. Maður fær virkilega á tilfinninguna að reyklaust líf sé ekki fórn heldur frelsun. Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði
Ótrúlega skemmtileg bók þar sem reykingafólk fær tækifæri til að sjá sig í hlutverki fíflsins – og hlýtur að hætta að reykja í eitt skipti fyrir öll. Súsanna Svavarsdóttir, bókmenntafræðingur og rithöfundur
Eins og flestir reykingamenn var ég sífellt að hætta að reykja. Mér tókst hins vegar aldrei að standa við ákvörðunina fyrr en ég fékk vopn sem dugðu til að sigrast á hinum ótrúlegu blekkingum nikótínfíknarinnar. Þau fékk ég hjá Valgeiri Skagfjörð og þau er að finna í þessari stórskemmtilegu bók. Eyþór Gunnarsson, tónlistarmaður
Þetta er stórfróðleg og skemmtileg bók. Hún logar á milli fingranna og ég er viss um að hún getur slökkt í stærri stubbum en mér. Einar Már Guðmundsson, rithöfundur