Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Grænt, grænt og meira grænt

1,990 ISK 999 ISK

Höfundur Katrine van Wyk

Í Grænt, grænt og meira grænt eru ýmsar ráðleggingar og fróðleiksmolar auk ótal uppskrifta sem munu sannarlega koma þér á bragðið! Ljúffengir og auðveldir drykkir sem dekra við líkamann.

Gott er að grípa til dæmis spínat, agúrku, sítrónu, kókosvatn og hollustuskot á borð við engiferrót eða lárperu, og blanda ljúffengan drykk, stútfullan af vítamínum, steinefnum, trefjum, ómega-fitusýrum og jafnvel prótíni. Taka svo drykkinn með og njóta hollustunnar þegar best hentar.

„Hver hitaeining í grænu blaðgrænmeti inniheldur meira af næringarefnum en hitaeiningar annarra fæðutegunda.“ – Frank Lipman, læknir

Katrine van Wyk er norsk en flutti ung til New York til að stunda fyrirsætustörf. Hún hefur lært heildræna heilsuþjálfun og starfar sem næringarráðgjafi, einnig er hún jógakennari og heilsuráðgjafi hjá MindBodyGreen.com. Hún er meðal þeirra sem búa til uppskriftir fyrir vinsælu Equinox-safabarina í London og Toronto.