Fiðrildaherbergið
5,290 ISK
Höfundur Lucinda Riley
Heillandi kynslóðasaga um átakanleg leyndarmál eftir Lucindu Riley, metsöluhöfund bókaflokksins um systurnar sjö.
Faðir hennar kallaði hana eitt sinn Rósu Pósu. Nafnið festist við hana og hún gekk alla tíð undir nafninu Pósa.
Hún hafði búið með pabba sínum, orrustuflugmanninum, og mömmu í Aðmírálsbústaðnum, ættarsetri föður hennar á Austur-Englandi. Feðginin voru náin, veiddu saman fiðrildi og áttu sinn litríka ævintýraheim. En vél pabba hennar er skotin niður í stríðinu og eftir það elst Pósa upp hjá ömmu sinni í Cornwall.
Pósa trúlofast Jonny og giftist honum síðar. Í millitíðinni verður hún ástfangin af Freddie, sem yfirgefur hana síðan óvænt. Mörgum árum síðar flytja þau Jonny í Aðmírálsbústaðinn og þar í skugga harmleiks elur Pósa upp syni sína tvo, sem eru mjög ólíkir og eiga hvor sína sögu.
Rétt að verða sjötug rekst Pósa fyrir tilviljun aftur á Freddie og veit að hún þarf að taka erfiða ákvörðun og opinbera leyndarmál.