Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Skilnaðurinn

4,490 ISK

Höfundur Moa Herngren

Bók ársins í Svíþjóð 2022
Besta skáldsagan á Storytel í Svíþjóð 2022
Bea og Niklas hafa búið saman í þrjátíu ár í fínu hverfi í Stokkhólmi. Kvöld eitt, eftir ómerkilegt rifrildi, lætur Niklas sig hverfa. Bea á von á honum á hverri stundu með skottið á milli lappanna. En klukkustundirnar líða og svo dagarnir án þess að hann láti sjá sig. Reiðin sýður á Bea. Niklas hefur hins vegar engan áhuga á að koma aftur heim og krefst skilnaðar.
En kom skilnaðurinn í rauninni eins og þruma úr heiðskíru lofti? Er manneskjan sem vill skilja alltaf sökudólgurinn? Hvað leynist undir yfirborðinu ef grannt er skoðað?
Sænski metsöluhöfundurinn Moa Herngren (f.1969) er fyrrverandi aðalritstjóri Elle Magazine í Svíþjóð og eftirsóttur handritahöfundur. Hún er meðal annars meðhöfundur hinna vinsælu sjónvarpsþátta um Bónus-fjölskylduna. Fyrri bók hennar, Tengdamamman, fékk frábærar viðtökur.