Skrípið
8,490 ISK
Höfundur Ófeigur Sigurðsson
„Þessi hávaxni geisladraugur, grænflöktandi og sjálflýsandi, gengur að flyglinum og klappar honum eins og gamalli drossíu sem alltaf hefur reynst vel í gegnum árin og ætlar einnig nú að koma okkur á leiðarenda.“
Hér segir vesturíslenskt tónskáld frá tónleikum sem hann stóð fyrir í Eldborgarsal Hörpu, þar sem hinn látni píanóleikari, Horowitz, endurflutti tónleika sína frá Ríkistónlistarskólanum í Moskvu árið 1986. Viðburðurinn gerir stormandi lukku og okkar maður leggur drög að tónleikaferðalagi en þegar Kóvid-faraldurinn brestur á fara plönin út um þúfur. Fastur í sóttkví í Belgíu greinir hann frá undirbúningi tónleikanna og ræðir um jötna og geimfólk, frið og frelsi, landflutninga og upplausn.
Skrípið er heillandi og hugmyndarík skáldsaga sem tekst á við samtímann með tregablöndnu gríni og skarpri rómantískri sýn á mátt listarinnar í öfgakenndum heimi á heljarþröm. Ófeigur Sigurðsson hefur löngu sannað sig sem einn áhugaverðasti höfundur landsins og hér birtist hann lesendum í miklu stuði.