Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk

Sögur á sveimi

4,490 ISK

Höfundur Ann Cleeves

Tíu árum eftir að Jeanie Long var sakfelld fyrir morðið á hinni 15 ára gömlu Abigail Mantel koma fram upplýsingar sem sanna sakleysi hennar. En Jeanie treystir sér ekki til að horfast í augu við allt fólkið í þorpinu sem trúði því að hún gæti myrt unga stúlku og fremur sjálfsmorð áður en henni er sleppt úr fangaklefanum.
Það er ljóst að morðingi gengur laus og lögregluforinginn Vera Stanhope fer að svipast um í litla þorpinu. Þorpsbúar reynast varir um sig og órólegir, jafnvel fullir af sektarkennd. Þegar annað lík finnst tekur rannsókn lögreglunnar óvænta og ógnvekjandi stefnu ...