Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Hvítar fjaðrir
3,990 ISK
Höfundur Ólöf Sverrisdóttir
Í þessari bók eru ljóð úr öðrum heimi eða sem komu til mín í morgunsárið milli svefns og vöku. . Á næstum hverjum morgni í ár skrifaði ég ljóðin niður og ákvað að ritskoða þau lítið sem ekkert. Reyndi að hlusta ekki á þennan innri gagnrýnanda sem öllu vildi breyta og fannst ekkert nógu gott. Nú ætlar ég að senda þessi ljóð út í heim og treysta á að einhver njóti þess að lesa þessi ljóð sem féllu eins og hvítar fjaðrir að himnum ofan.