Ævintýri góða dátans Svejk
3,490 ISK
Höfundur Jaroslav Hazek
Góði dátinn Svejk er vonlaus hermaður. Hann ber enga virðingu fyrir valdi, gerir aldrei það sem honum er sagt, er gersamlega áhugalaus um að drepa óvini og bullar út í eitt. Ásamt félögum sínum, söfnuði kúnstugra karaktera, er hann fulltrúi litla mannsins í einum fáránlegasta hildarleik 20. aldarinnar, heimsstyrjöldinni fyrri, þegar milljónir ungra manna voru sendar út á vígvöllinn til þess eins að deyja fyrir föðurlandið.
Í þessari drepfyndnu sögu af góða dátanum, sem enginn veit hvort er fífl eða snillingur að leika fífl, tókst Jaroslav Hašek hið ómögulega: að gera stríð hlægilegt.
Ævintýri góða dátans Svejks í heimsstyrjöldinni komu fyrst út í Tékklandi á árunum 1920–23 en Hašek dó úr berklum áður en honum auðnaðist að ljúka verkinu. Þýðing Karls Ísfeld kom fyrir sjónir íslenskra lesenda á árunum 1942–43 og hefur æ síðan verið talin í hópi mestu snilldarþýðinga síðustu aldar.
Einar Kárason ritar formála prentútgáfunnar.