Lóa Hlín, Elías Rúni og Mars Proppé fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar!
Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2025 voru veitt í Höfða síðasta vetrardag. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri Reykjavíkur afhenti verðlaunin sem veitt eru í þremur flokkum.
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir hlaut verðlaunin í flokki frumsaminna verka fyrir Mamma sandkaka sem Salka gefur út, Rán Flygenring í flokki myndlýsinga fyrir Tjörnina sem Angústúra gefur út og Elías Rúni og Mars Proppé í flokki þýðinga fyrir Kynsegin sem Salka gefur út.
Innilega til hamingju hæfileikaríka fólk!