Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bókabarsvar - Berlín, Bowie&Iggy, köld stríð og heit
Verið velkomin á pöbbkviss í bókabúð Sölku miðvikudaginn 20. nóvember kl. 20! Spyrill og höfundur spurninga er Valur Gunnarsson og er þemað í takt við nýútgefna bók hans, Berlínarbjarmar - Langamma, David Bowie og ég. Spurt um allt frá heimsstyrjöldum til rokks og róls. Bókabarinn að sjálfsögðu opinn og allir drykkir á þúsund!
Tveir og tveir saman í liði, verðlaun fyrir sigurvegara og bjórspurningin á sínum stað. Sjáumst!