Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Salka á bókahátíð í Hörpu
Verið hjartanlega velkomin á bókahátíð í Hörpu 16. og 17. nóvember frá 11-17! Salka verður á sjálfsögðu á staðnum og það verður húllumhæ og gaman að venju. Höfundar lesa upp og verða á básnum og boðið er upp á frían tarot-lestur allan daginn!
Dagskrá
Laugardagur 16.11
kl. 11-17 Ellý Ármanns les í tarot-spil fyrir gesti og gangi
kl. 12 Lesið upp úr Pólstjarnan fylgir okkur heim eftir Margréti Lóu Jónsdóttur
kl. 13 Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir les úr Mömmu sandköku fyrir káta krakka
kl. 13 Anna Rún Frímannsdóttir les úr Dauðaþögn í félagi við aðra spennusagnahöfunda
kl. 15 Jóhanna Sveinsdóttir les úr ungmennabókinni Hvíti ásinn
kl. 16 Ingileif Friðriksdóttir les úr Ljósbrot, fyrstu skáldsögu sinni
Sunnudagur 17.11
kl. 11-17 Sölkur spá í tarot-spil fyrir gesti og gangandi
kl. 12 Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir lesa úr Úlf og Ylfu fyrir káta krakka
kl. 14 Jón Ársæll Þórðarson les úr stórskemmtilegum æskuminningum sínum sem hann gaf út í bókinni Ég átti að heita Bjólfur
kl. 16 Valur Gunnarsson les úr nýjasta verki sínu, Berlínarbjörmum