Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bókakvöld - Líkaminn geymir allt
Verið hjartanlega velkomin á bókakvöld Sölku miðvikudaginn 10. maí kl. 20. Til umfjöllunar og kynningar þessu sinni er hin merkilega bók Líkaminn geymir allt eftir geðlækninn Bessel Van Der Kolk sem farið hefur sem stormsveipur um metsölulista heimsins og Ísland er þar engin undantekning á. Þýðendur bókarinnar, Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir og Arnþór Jónsson, koma til okkar og leiða okkur í allan sannleika um efni bókarinnar og tími mun svo gefast til umræðna. Bókabarinn verður að sjálfsögðu opinn, bókin á góðu tilboði og umræðuefni kvöldsins sannarlega merkilegt. Allir eru hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir!
Um Líkaminn geymir allt:
Í þessari þekktu bók sem nefnd hefur verið „Áfallabiblían“ rekur einn helsti sérfræðingur heims í áfallafræðum fjölda staðreynda um afleiðingar áfalla og kynnir leiðir til bata; aðferðir sem reynst hafa skilvirkar til að lækna huga, heila og líkama.
Í þessari þekktu bók sem nefnd hefur verið „Áfallabiblían“ rekur einn helsti sérfræðingur heims í áfallafræðum fjölda staðreynda um afleiðingar áfalla og kynnir leiðir til bata; aðferðir sem reynst hafa skilvirkar til að lækna huga, heila og líkama.
Áföll sem fólk verður fyrir á lífsleiðinni geta haft mikil og varanleg áhrif á þolendur, fjölskyldur þeirra og jafnvel næstu kynslóðir. Rannsóknir sýna að áföll bitna ekki aðeins á andlegri líðan, tilfinningalífi, skynjun og félagsfærni, heldur geta haft víðtækar heilsufarsafleiðingar og hafa því um leið áhrif á samfélagið allt.
Efnið snertir marga og bókin hefur vakið mikla umræðu um geðheilsu. Hún hefur setið á metsölulistum erlendis árum saman en höfundurinn, dr. Bessel van der Kolk, er geðlæknir í Boston með áratuga reynslu og yfirgripsmikla þekkingu á áfallameðferð. Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir og Arnþór Jónsson þýddu