Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Ljóð á laugardegi - Þórarinn Eldjárn og Margrét Lóa Jónsdóttir
Það er huggulegur laugardagur í vændum í bókabúð Sölku við Hverfisgötu þann 9. nóvember. Ljóðskáldin Margrét Lóa Jónsdóttir og Þórarinn Eldjárn koma í heimsókn og flytja ljóð úr bókum sínum. Bókabarinn verður að sjálfsögðu opinn og bækurnar á góðu tilboði. Gleðistund á barnum og almenn gleði!
Margrét Lóa hlaut á dögunum bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir nýjustu ljóðabók sína, Pólstjarnan fylgir okkur heim, en hún er tólfta ljóðabók höfundar. Þórarinn Eldjárn þarf vart að kynna enda einn af stólpum ljóðsins hérlendis og eftir hann liggja fjölmargar bækur. Nýverið kom út safnrit með 100 kvæðum eftir hann. Við hefjum leika kl. 15. Verið öll hjartanlega velkomin!
6. nóvember 2024 eftir Dögg Hjaltalín