Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Lóa Hlín, Elías Rúni og Mars Proppé fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar!

Barna­bóka­verðlaun Reykja­vík­ur­borg­ar 2025 voru veitt í Höfða síðasta vetrardag. Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur af­henti verðlaun­in sem veitt eru í þrem­ur flokk­um. 

Lóa Hlín Hjálm­týs­dótt­ir hlaut verðlaun­in í flokki frum­sam­inna verka fyr­ir Mamma sand­kaka sem Salka gef­ur út, Rán Flygenring í flokki mynd­lýs­inga fyr­ir Tjörn­ina sem Ang­ú­stúra gef­ur út og Elías Rúni og Mars Proppé í flokki þýðinga fyr­ir Kynsegin sem Salka gef­ur út.

Innilega til hamingju hæfileikaríka fólk!

Í um­sögn dóm­nefnd­ar um Mömmu sand­köku seg­ir:

„Lóa Hjálm­týs­dótt­ir er eng­inn nýgræðing­ur í því að sprengja fólk á öll­um aldri úr hlátri og Mamma sand­kaka er þar eng­in und­an­tekn­ing. Bók­in er sjálf­stætt fram­hald af Mamma kaka, sem er af­skap­lega fynd­in bók, en hér geng­ur Lóa jafn­vel lengra í húmorn­um. Hér rík­ir ein­tóm gleði og for­eldr­ar fá tals­vert fyr­ir sinn snúð á sama tíma og börn­in.“

Í um­sögn dóm­nefnd­ar um Kynseg­in seg­ir:

„Elías Rúni og Mars Proppé þýddu skáld­sög­una Kynseg­in, sjálfsævi­sögu þar sem Maia Koba­be seg­ir frá því hvernig hín fann sjálft sig eft­ir margra ára sjálfs­efa og óvissu. Þessi teikni­mynda­saga er listi­lega gert verk um mik­il­vægt mál­efni og hef­ur án efa verið áskor­un fyr­ir þýðend­urna tvo sem leystu ým­isskon­ar vanda­mál af lagni og virðingu fyr­ir efn­inu.“


 

24. apríl 2025 eftir Anna Lea Friðriksdóttir