Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Bókakvöld - Bergþóra og Bragi Páll

Bókakvöld - Bergþóra og Bragi Páll

Verið velkomin á bókakvöld miðvikudaginn 22. nóvember kl. 20. Hjónin Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðarson koma til okkar og kynna nýútkomnar bækur sínar, Duft og Kjöt. Húsið og bókabarinn opna kl. 19.30. Öll hjartanlega velkomin!
21. nóvember 2023 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Bókakvöld - Stríðsbjarmar og Land næturinnar

Bókakvöld - Stríðsbjarmar og Land næturinnar

Verið velkomin á bókakvöld Sölku á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember kl. 20. Valur Gunnarsson og Vilborg Davíðsdóttir koma til okkar og segja frá nýútkomnum bókum sínum, Stríðsbjarmar og Land næturinnar, en þær eiga það sameiginlegt að gerast í austurvegi. Bókabarinn verður opinn, bækurnar á góðu tilboði og höfundar árita að kynningu lokinni. Öll hjartanlega velkomin!
11. nóvember 2023 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Bókabarsvar með Kristínu Svövu

Bókabarsvar með Kristínu Svövu

Nú er jólabókaflóðið að safna kröftum sínum áður en það skellur á af fullum þunga! Af því tilefni hefjum við jóladagskrá okkar í bókabúð Sölku með bókapöbbkvissi miðvikudaginn 8. nóvember kl. 20! Spyrill og höfundur spurninga er hin margfróða og svakalega skemmtilega Kristín Svava Tómasdóttir. Þemað eru bækur, eins og reglur bókabúðarinnar kveða á um, en athugið að í bókum býr allur heimurinn og þeim er ekkert óviðkomandi.
Tveir og tveir saman í liði, bjórspurningin á sínum stað og allt á barnum á þúsund kall! Allir hjartanlega velkomnir, hlökkum mikið til að sjá ykkur!
6. nóvember 2023 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Útgáfuhóf fyrir Stríðsbjarma

Útgáfuhóf fyrir Stríðsbjarma

Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu bókarinnar Stríðsbjarmar - Úkraína og nágrenni á átakatímum eftir Val Gunnarsson með okkur föstudaginn 20. október kl. 17.30. Útgáfuhófið fer fram í bókabúð Sölku, Hverfisgötu 89-93. Boðið verður upp á léttar veitingar, bókin verður á útgáfutilboði og höfundur áritar og kynnir bókina. Öll velkomin!
Við sama tækifæri fögnum við útgáfu bókarinnar What if Vikings Had Conquered the World, einnig eftir Val Gunnarsson, sem kom út fyrr á árinu.
17. október 2023 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Fögnum Miðlinum eftir Sólveigu Pálsdóttur

Fögnum Miðlinum eftir Sólveigu Pálsdóttur

Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu Miðilsins eftir Sólveigu Pálsdóttur með okkur fimmtudaginn 19. október kl. 17! Fögnuðurinn fer fram í bókabúð Sölku við Hverfisgötu 89-93 og opið verður á báðum hæðum þannig að rúmt ætti að vera um gesti. Boðið verður upp á léttar veitingar, bókin verður á útgáfutilboði og að sjálfsögðu áritar Sólveig bækur. Við hlökkum til að sjá ykkur!
13. október 2023 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Bókakvöld - Breytingaskeiðið og kynlíf

Bókakvöld - Breytingaskeiðið og kynlíf

Verið hjartanlega velkomin á bókakvöld í bókabúð Sölku þriðjudagskvöldið 17. október kl. 20. Bækurnar sem kynntar verða að þessu sinni eru Breytingaskeiðið og Lífið er kynlíf. Halldóra Skúladóttir mun tala um breytingaskeiðið og Áslaug Kristjánsdóttir um Lífið er kynlíf. Bókabarinn verður að sjálfsögðu opinn og tími mun gefast til umræðna og spurninga um þessi stóru viðfangsefni!
Öll hjartanlega velkomin!
13. október 2023 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Bókakvöld - Hugrekki með Höllu Tómasdóttur

Bókakvöld - Hugrekki með Höllu Tómasdóttur

BÓKAKVÖLD MIÐVIKUDAGINN 6. SEPTEMBER KL. 20
Verið hjartanlega velkomin á fyrsta bókakvöld haustsins í bókabúð Sölku við Hverfisgötu. Halla Tómasdóttir verður gestur kvöldsins og hún kynnir nýútkomna bók sína, Hugrekki til að hafa áhrif. Halla tekur öllum spurningum fagnandi og við hvetjum alla til að taka þátt í spjallinu. Bókabarinn verður að sjálfsögðu opinn og bókin á tilboði. Öll velkomin!
28. ágúst 2023 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Hin íslenska litabók er komin út!

Hin íslenska litabók er komin út!

Hin íslenska litabók eftir Sísí Ingólfsdóttur er komin út á íslensku og ensku! Samhliða útgáfunni stendur yfir listasýning og uppboð í kjallara Sölku við Hverfisgötu til og með laugardagsins 2. september. Verið hjartanlega velkomin!

 

Ferðastu um Ísland og gefðu sköpunargleðinni lausan tauminn með þessari skemmtilegu og einstöku litabók úr smiðju listakonunnar Sísíar Ingólfsdóttur. Í Hinni íslensku litabók má finna 54 myndir sem sýna íslenska náttúru, þjóðlíf, menningu og ýmis sérkenni íslensku þjóðarinnar. Meðal þess sem finna má á myndunum er:


  • Víkingar í daglegu amstri
  • Kirkjufell undir norðurljósum
  • Gleðigangan
  • Djákninn á Myrká
  • Hvalir við strendur Íslands
  • Fjallkonan

…og margt, margt fleira!

26. ágúst 2023 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Fögnum Árangursríka stjórnandanum

Fögnum Árangursríka stjórnandanum

Verið hjartanlega velkomin að fagna útgáfu bókarinnar Árangursríki stjórnandinn eftir Peter F. Drucker, í íslenskri þýðingu Kára Finnssonar, í bókabúð Sölku 16. júní kl. 17! Bókin verður fáanleg á góðu verði, léttar veitingar í boði og öll velkomin!
13. júní 2023 eftir Anna Lea Friðriksdóttir
Útgáfufjör á 17. júní!

Útgáfufjör á 17. júní!

Hæhó og jibbíjei! Hátíðarhöldin á 17. júní hefjast í bókabúð Sölku því þar fögnum við útgáfu bókarinnar Úlfur og Ylfa - Ævintýradagurinn eftir Ingileif Friðriksdóttur og Maríu Rut Kristinsdóttur milli kl. 12-14. Sleikjóar, blöðrur og annað skemmtilegt sem fylgir þjóðhátíðardeginum á boðstólum fyrir hressa krakka og að sjálfsögðu heitt á könnunni fyrir eldri kynslóðina. Það er tilvalið að líta við fyrst á Hverfisgötunni áður en haldið er í skrúðgöngu og tónleika! Öll hjartanlega velkomin og bókin að sjálfsögðu á góðu tilboði. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
13. júní 2023 eftir Anna Lea Friðriksdóttir