Skemmtilegar bækur fyrir skemmtilegt fólk
Fréttir
Útgáfuhóf - Hvíti ásinn
Útgáfuhóf - Í veiði með Árna Bald
Útgáfuhóf - Fræ
Bókabarsvar - Berlín, Bowie&Iggy, köld stríð og heit
Verið velkomin á pöbbkviss í bókabúð Sölku miðvikudaginn 20. nóvember kl. 20! Spyrill og höfundur spurninga er Valur Gunnarsson og er þemað í takt við nýútgefna bók hans, Berlínarbjarmar - Langamma, David Bowie og ég. Spurt um allt frá heimsstyrjöldum til rokks og róls. Bókabarinn að sjálfsögðu opinn og allir drykkir á þúsund!
Tveir og tveir saman í liði, verðlaun fyrir sigurvegara og bjórspurningin á sínum stað. Sjáumst!
Salka á bókahátíð í Hörpu
Bókakvöld með Halldóri Armand
Ljóð á laugardegi - Þórarinn Eldjárn og Margrét Lóa Jónsdóttir
Það er huggulegur laugardagur í vændum í bókabúð Sölku við Hverfisgötu þann 9. nóvember. Ljóðskáldin Margrét Lóa Jónsdóttir og Þórarinn Eldjárn koma í heimsókn og flytja ljóð úr bókum sínum. Bókabarinn verður að sjálfsögðu opinn og bækurnar á góðu tilboði. Gleðistund á barnum og almenn gleði!
Margrét Lóa hlaut á dögunum bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir nýjustu ljóðabók sína, Pólstjarnan fylgir okkur heim, en hún er tólfta ljóðabók höfundar. Þórarinn Eldjárn þarf vart að kynna enda einn af stólpum ljóðsins hérlendis og eftir hann liggja fjölmargar bækur. Nýverið kom út safnrit með 100 kvæðum eftir hann. Við hefjum leika kl. 15. Verið öll hjartanlega velkomin!
Bókaspjall - Sophie Grégorie Trudeau og Eliza Reid
Sophie Grégoire Trudeau, fjölmiðlakona og fyrrverandi forsætisráðherrafrú í Kanada gaf nýlega út bókina Closer Together: Knowing Ourselves, Loving Each Other. Sophie er væntanleg til landsins þar sem hún mun ræða bókina við Elizu Reid, fyrrum forsetafrú, stofnanda Iceland Writers Retreat og höfund bókarinnar Sprakkar.
Bókaspjallið verður í bókabúð Sölku, Hverfisgötu 89, þann 12. nóvember kl. 17.